Búðakirkja

Ósk
Séð

West Iceland

See on map

763 Views


Sorry, english text is not ready...

Búðakirkja er timburhús, 9,23 m að lengd og 5,27 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með hátt píramítaþak. Kirkjan er klædd slagþili en þak rennisúð og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og tveir á kórbaki. Í þeim er einn rammi með tólf rúður, þær efstu lágbogadregnar, og lágreistur bjór yfir. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, rismikill bjór yfir og hálfsúlur undir honum hvorum megin dyra.

Gangur er inn af kirkjudyrum og bekkir hvorum megin hans en veggbekkir umhverfis í kór. Kórþil klætt spjaldaþili er í baki innstu bekkja og ferstrendir kórstafir í kórdyrum. Prédikunarstóll er framan kórþils sunnan megin í framkirkju. Söngloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgafl sunnan megin. Veggir eru klæddir spjaldaþili, þverbitar eru yfir allri kirkju og loft opið upp í rjáfur, klætt skarsúð á sperrur.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Helga

Sun
10/24/2021
6°C / 43°F
NNA 9
Mon
10/25/2021
3°C / 37°F
NNA 15
Tue
10/26/2021
6°C / 43°F
A 10
Wed
10/27/2021
4°C / 39°F
NA 4
Thu
10/28/2021
5°C / 41°F
NNA 8
Fri
10/29/2021
5°C / 41°F
N 8
Sat
10/30/2021
4°C / 39°F
NNV 8
Data from vedur.is, weather station name is : Bláfeldur


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur