Hellnar

Ósk
Séð

West Iceland

See on map

785 Views


Sorry, english text is not ready...

Hellnar er gamalt sjávarþorp eða þéttbýli á Snæfellsnesi vestan við Arnarstapa. Þar var áður ein stærsta verstöð á Snæfellsnesi en einnig nokkur grasbýli og margar þurrabúðir. Á Hellnum hefur sennilega myndast verstöð þegar á miðöldum og er elsta ritaða heimild um sjósókn þaðan frá árinu 1560. Á 17. öld var þar allstórt hverfi sæbýla og í manntalinu frá 1703 voru 194 manns heimilisfastir á Hellnum og voru þar sjö grasbýli, 11 ítaksbýli og 20 þurrabúðir.

Á ströndinni eru fallegar bergmyndanir og þar er bjarg sem skagar fram í sjóinn og heitir Valasnös. Þar í er hellirinn Baðstofa og eru litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Undan hraunjaðrinum sprettur lind sem kölluð er Gvendarbrunnur eða Maríulind. Þar er og Ásgrímssbrunnur, kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829) er hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður runnið vatn.

Hellnar er stutt frá Snæfellsjökulsþjóðgarði og þar er upplýsingastofa um þjóðgarðinn. Á Hellnum er í byggingu þorp með frístundahúsum sem nefnist Plássið undir Jökli en byggingarframkvæmdir við það hafa legið niðri um hríð.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Anton Stefánsson

Sun
10/24/2021
4°C / 39°F
ANA 8
Mon
10/25/2021
0°C / 32°F
NA 13
Tue
10/26/2021
3°C / 37°F
A 9
Wed
10/27/2021
2°C / 36°F
NA 4
Thu
10/28/2021
2°C / 36°F
NNA 8
Fri
10/29/2021
3°C / 37°F
N 9
Sat
10/30/2021
1°C / 34°F
NNV 8
Data from vedur.is, weather station name is : Fróðárheiði


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur