Elliðaey

Ósk
Séð

South Iceland

See on map

729 Views


Sorry, english text is not ready...

Elliðaey (stundum kölluð Ellirey) er þriðja stærsta eyjan í Vestmannaeyjarklasanum og er 0,45 km² að flatarmáli, hún er í náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðarsjófuglabyggðir.

Eyjan er víðast sæbrött, lægri að austanverðu þar sem greitt er uppgöngu um Austurflá þar sem reipi hefur verið komið fyrir. Elliðaey er mjög grösug og þar var heyjað fyrrum og einnig hagaganga fyrir fé og jafnvel nautgripi. Gífurlega mikið varp er þar og fuglatekja. Eyjan er hæst að norðan, það er Hábarð (114 metrar yfir sjávarmáli). Á eyjunni eru tveir gjallgígar, Litli Bunki og Stóri Bunki. Talið er að eyjan hafi myndast í eldgosi sem hefur verið töluvert stærra en Surtseyjargosið, fyrir um 5-6 þúsund árum.

Graslendi þekur alla eyjuna og hefur gríðarlegur fjöldi lunda grafið sér holur þar. Í eyjunni er fé beitt og lundaveiði er stunduð á sumrin.

Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem að stundar þar Lundaveiði á sumrin og eggjatöku á vorin, en húsið er gjarnan leigt út til annarra félagsstarfa. Húsið var byggt árið 1953 við rætur Hábarðs og hefur verið endurbættur mikið síðan.

Deildar meiningar eru um nafn eyjunnar en Elliðaeyjarnafnið dregur hún sennilega af skipi því að hún er lík stafnháu skipi. En sumir segja að nafnið Ellirey sé vegna þess að eyjan taki nafn sitt af tveimur hellum H-ellirey, en önnur eyja í Vestmannaeyjum dregur nafn sitt af hellum, Hellisey.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir

 

Sun
10/24/2021
8°C / 46°F
ASA 6
Mon
10/25/2021
8°C / 46°F
SV 2
Tue
10/26/2021
7°C / 45°F
A 19
Wed
10/27/2021
7°C / 45°F
A 7
Thu
10/28/2021
4°C / 39°F
NV 4
Fri
10/29/2021
5°C / 41°F
NA 3
Sat
10/30/2021
2°C / 36°F
NNV 4
Data from vedur.is, weather station name is : Vestmannaeyjabær


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur