Sorry, english text is not ready...
Útskálakirkja er timburhús, 15,55 m að lengd og 7,25 m á breidd, með forkirkju, 3,17 m að lengd og 6,50 m á breidd. Þak kirkju er krossreist og hálfvalmi yfir kórbaki en brotaþak á forkirkju. Upp af vesturstafni er ferstrendur turn með íbjúgt píramítaþak. Hann stendur á lágum stalli og á framhlið turns er hljómop með hlera. Randskornar vindskeiðar eru undir þakskeggi turns og þakbrún forkirkju. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fimm gluggar með sex rúðum og lítill gluggi á vesturstafni yfir forkirkju. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og bogagluggi yfir.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Forkirkja var stækkuð árið 1975.
Breytingar: Kirkjan var í öndverðu öll klædd listaþili og listasúð en klædd bárujárni í áföngum 1889-1917 en norðurhlið kirkju ekki fyrr en um 1961. Kirkjan var lengd til austurs 1895 um 4½ alin og smíðuð við hana forkirkja.
Mynd: A.More.S