Sorry, english text is not ready...
Í Brautarholti í Selárdal, yst við sunnanverðan Arnarfjörð, bjó listamaðurinn með barnshjartað, Samúel Jónsson (1884-1969), einn þekktasti alþýðulistamaður á Íslandi. Í Brautarholti í Selárdal gefur að líta minjar af stórmerkilegri listiðkun hans og húsagerð sem vekur jafnan mikla athygli og aðdáun þeirra er staðinn sækja heim.
Samúel málaði mikið sem ungur maður, en ferill stærri verka hans hófst þegar hann reisti sér kirkju með laukturni á landareign sinni. Það gerði hann þegar sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöflu sem hann hafði málað í Selárdalskirkju, en kirkjan átti gamla altaristöflu og hún fékk að vera. Samúel gerði einnig frægt líkan af Péturskirkjunni sem og líkan af indversku musteri, sem listasafn ASÍ tók að sér eftir andlát hans. Hann gerði einnig styttu af Leifi heppna og steypti upp eftirmynd af frægum gosbrunni sem er í Ljónagarðinum (Patio de los Leones) í Alhambra á Spáni.
Heimild: Sjá hér
Mynd: A.More.S