Sorry, english text is not ready...
Laugarneskirkja var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var vígð þann 18. desember árið 1949. En enda þótt okkur líki vel arkitektúrinn hans Guðjóns, þá er Laugarneskirkja ekki þetta hús. Hún er samfélag sem sem m.a. á sér þessi slagorð:
- Allir aldurs- og heilsufarshópar saman!
- Gerum sóknarfólk að safnaðarfólki og safnaðarfólk myndugt!
Fyrra slagorðið minnir okkur á þá afstöðu Jesú frá Nasaret sem við viljum gera að okkar, að manneskjur eru merkilegar. Við trúum því að það skipti miklu máli að allt fólk í einu hverfi, borg og landi, kannist hvað við annað. Þ.e.a.s. að okkur takist að móta samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum og enginn hópur eða einstaklingar upplifi sig utanveltu í samfélaginu.
Síðara slagorðið minnir okkur á það að boðskapur trúarinnar er ekki fyrst og fremst upplýsingar um Guð, heldur er hann tilboð frá Jesú Kristi til okkar um að vaxa sem manneskjur. Við erum kölluð til að safnast saman í Jesú nafni, vera safnaðarfólk. Og svo er það persónuleg ákvörðun hvers og eins að vaxa sem myndugur kristinn einstaklingur og bera ábyrgð í Guðs ríki.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Anton Stefánsson