Sorry, english text is not ready...
Hauganes er lítið þorp í Eyjafirði, 22 km norðan við Akureyri og 12 km sunnan við Dalvík. Þar búa um 140 manns. Hauganes tilheyrirÁrskógsströnd og er hluti af sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. Birnunesborgir eru skammt frá Hauganesi en þar er heitt vatn í jörðu og borholur sem tengdar eru hitaveitu Dalvíkur.
Á Hauganesi eru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki sem og smábátaútgerð. Íbúar á Hauganesi sækja mest alla þjónustu á Akureyri en þar er þó Stærra-Árskógskirkja rétt hjá, Árskógarskóli og Leikskólinn í Árskógi, ásamt íþróttasvæði.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Jón Ingi