Sorry, english text is not ready...
Sundlaugin er austan við félagsheimilið Hlaðir og eru búningsklefar og vatnsgufubað í kjallara félagsheimilisins auk útiklefa. Sundlaugin er 16,67 x 8 metrar og við hana er einnig barnavaðlaug með rennibraut og tveir heitir pottar. Hægt er að semja um leigu á sundlauginni í tengslum við leigu á tjaldsvæðinu og félagsheimilinu utan opnunartíma.
Opnunartími sundlaugarinnar er alla daga frá kl. 13.00 til kl. 19.00 en lokað á þriðjudögum. Sundlaugin er opin frá 1. júní til ágústloka.
Tjaldsvæði að Hlöðum
Að Hlöðum er stórt tjaldstæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Sér aðstaða fyrir tæmingu salerna frá húsbílum.
Á tjaldsvæðinu eru tvö tunnugrill, leiksvæði fyrir börnin, og góð salernisaðstaða, auk þess sem hægt er að fara í sturtu og vaska upp undir berum himni.
Annað
Margir þekktir staðir eru í nágrenninu svo sem Glymur í Botnsá, Harðarhólmi, Geirshólmi, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Hallgrímssteinn, Vatnaskógur, Hvalstöðin og gönguleiðirnar um Síldarmannagötur og Leggjarbrjót. Stutt er í veiði, golf, og hótel.
Upplýsingar fást hjá staðarhaldara:
Guðjóni Sigmundssyni síma: 660 8585
Félagsheimilið Hlaðir sími: 433 8877
Sundlaug Hlöðum sími: 433 8980
Heimasíða: www.hladir.is
Netfang: gaui@gauilitli.is
Heimild: Sjá hér
Mynd: Hlaðir.is