Sorry, english text is not ready...
Akureyrarkirkja er kirkja á Akureyri, vígð árið 1940. Hún tilheyrir Þjóðkirkjunni og er í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í kirkjunni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju áCoventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.
Gluggar Akureyrarkirkju eru frá ólíkum uppruna: Miðglugginn í kór kirkjunnar er úr gömlu dómkirkjunni í Conventry á Englandi sem eyðilagðist í seinni heimstyrjöld (1940). Aðrir gluggar eru hannaðir og gerðir hjá J. Wippel & Co. í Exeter, í Devon héraði á Englandi. Kórgluggarnir sýna atburði frá boðun Maríu til skírnar Jesús, og táknmyndir guðspjallamannanna og Krists. Gluggar í kirkjuskipinu sýna atvik úr lífi Jesú, frá freistingunni til uppstigningarinnar. Minn myndirnar eru úr íslenskri kirkjusögu en átta þeirra eru teiknaðar af Kristni G. Jóhannssyni.
Altaristaflan yfir skírnarfonti er úr fyrstu kirkjunni sem reist var á Akureyri 1863. Það var Edvard Lehman danskur listamaður sem málaði hana og var hún færð kirkjunni að gjöf árið 1867.
Hinn fagri skírnarfontur kirkjunnar er eftirmynd af skírnarfonti Frúarkirkjunnar í Kaupannahöfn. Hann er gerður úr hvítum marmara frá Ítalíu af Corrado Vigni.
Heimild: Sjá hér