Stjáni er nafnið á heitri laug á Snæfellsnesi sem almenningi er velkomið að baða sig í. Laugin er í göngufæri frá bílvegi og afar auðvelt er að finna hana. Náttúrulaugin Stjáni er rétt við sundlaugina á Lýsuhól.Þegar keyrt er að Lýsuhólslaug er laugin hægra megin við veginn, áður en farið er yfir ána Lýsu. Þar er lítill afleggjari og er laugin inn í girðingu. Baðgestir verða að ganga í gegnum stórt og myndarlegt hlið sem sést vel frá veginum og þá blasir laugin við.Engin búningsaðstaða er við laugina, svo ekki eróvitlaust að fara í sundfötin inn í bíl
Laugin er afar vinsæl hjá heimamönnum sem sjást oft lauga sig þar þegar dagsverkum er lokið.
Heimild: Sjá hérMynd: Anton Stefánsson
Eigandi: Anton Stefánsson
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com