Sorry, english text is not ready...
Heimavöllur golfklúbbsins Lunds GLF, er Lundsvöllur í Fnjóskadal. Völlurinn er staðsettur í landi Lunds sem er gömul landnámsjörð sem Þórir Snepill nam, og er staðsettur mitt á milli Vaglaskógar og Lunsskógar. Fjarlægðin frá þjóvegi 1. að vellinum eru 8 km og 1. km frá þjónustumiðstöðinni í Vaglaskógi.
Lundsvöllur er 9. holu golfvöllur, par 34 og er heildar lengd brauta af gulum teigum 2.264 m. Á vellinum eru 3. par 3 holur, 1. par 5 hola og 5. par 4 holur.
Völlurinn er á flata fyrir neðan bæinn Lund skammt frá bökkum Fnjóskár. Einkenni vallarins er mikið berjalyng sem umlykur hann, einnig er lækur sem rennur í gegnum hann miðjan og hefur áhrif á leik á 5. holum. Hæðarmunur á hæsta og lægsta punkti vallarins eru 12 m.
Við uppbyggingu á vellinum var fengin aðstoð frá fagmanni sem koma að hönnun vallarins og uppbyggingu. Allar flatir og teigar eru uppbyggð frá grunni og var grasfræjum sáð í það. Einnig er vökvunarkerfi á flötum vallarins.
Veðursæld á staðnum er margrómuð, hitastig 3-4° hærra en á Akureyri, engin hafgola eða þoka nær þarna í dalinn. Við völlinn er 120m2 klúbbhús með kaffi og veitingasölu.
Í framhaldi af þessu hefur verið stofnaður golfklúbbur sem hefur Lundsvöll sem sinn heimavöll og hefur hann fengið nafnið Golfklúbburinn Lundur með skammstöfunina GLF. Klúbburinn hefur farið í gegnum hefðbundið skráningarferli innan ÍSÍ og er orðinn aðili af Golfsambandi Íslands.
Allir sem hafa áhuga á að kynna sér allt um klúbbinn og völlinn er bent á veffangið www.golf.is/glf, þar er hægt að finna ýmsar upplýsingar eins og verðlista og teikningu af vellinum, einnig fyrir þá sem hafa áhuga, er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið lundsvollur@gmail.com
Heimild: Sjá hér
Mynd: Lundsvöllur