Sorry, english text is not ready...
Hagavöllur á Seyðisfirði er 9 holu golfvöllur sem vígður var þann 27. júní árið 2003 og er völlurinn hannaður af Hannesi Þorsteinssyni.
Hagavöllur er innst í Seyðisfirði og liggur undir bröttum hlíðum Bjólfsins en Fjararáin, bærinn og fjallahringurinn blasir við frá vellinum og það er óhætt að segja að það sé glæsilegt útsýni af teigum sem liggja hæst á vellinum. Völlurinn hefur upp á að bjóða fjölbreyttar brautir sem henta öllum kylfingum hver svo sem forgjöfin er. Í golfskála GSF er oftast heitt á könnunni og bjóða GSF golfarar alla velkomna sem áhuga hafa á að spila Hagavöll á Seyðisfirði.