Þjóðhátið

Ósk
Séð

South Iceland

See on map

805 Views


Sorry, english text is not ready...

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er útihátíð sem haldin er árlega í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. Hátíðin heitir eftir þjóðhátíðinni á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 2. ágúst 1874 þegar slíkar þjóðhátíðir voru haldnar víða um land. Frá 1901 hefur hátíðin verið haldin árlega í ágústmánuði. Í upphafi 20. aldar var hátíðin fyrst og fremst íþróttahátíð þar sem keppt var í kappróðrumglímu og fleiri íþróttum, líkt og tíðkaðist þá á þjóðhátíðum víða um land.

Flugfélagið Ernir er með loftbrú milli lands og Eyja. Bókanir á flugi til Eyja á Þjóðhátíð fara fram á www.ernir.is og í símum 562-2640 og 481-3300.

Þjóðvegur Eyjamanna, hin glæsilega ferja okkar, Herjólfur, er aðeins rúma hálfa klukkustund á milli Landeyjarhafnar og Vestmannaeyja.  Einnig flýgur Flugfélag Íslands á Þjóðhátíð. Hægt er að bóka flug á flugfelag.is

Allt frá því fyrsta þjóðhátíðarlagið varð formlega til 1933 hefur þjóðhátíðarlag verið fastur og ómissandi liður í Þjóðhátíð Vestmannaeyja hvert ár. Oddgeir Kristjánsson samdi þjóðhátíðarlögin óslitið allt til þess er hann féll frá langt um aldur fram 1966, en allan tímann höfðu þeir samið flesta textana Árni úr Eyjum og Ási í Bæ auk Lofts Guðmundssonar. Eftir fráfall Oddgeirs voru gömul lög eftir hann gerð að þjóðhátíðarlögum en allt frá 1969 hafa nýjir lagasmiðir og textahöfundar komið við sögu, alls rúmlega 40 manns.

Rauður þráður er í gegnum sögu þjóðhátíðarlaganna að bæði lagið og textinn verða að standast fyllstu kröfur til þess að lagið geti staðið fyrir sínu til lengri tíma og bæði lag og texti falli saman.

Heimild: Sjá hér

 Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur