Markarfljótsgljúfur

Ósk
Séð

High Iceland

See on map

7255 Views


Sorry, english text is not ready...

Markarfljót er jökulá á Suðurlandi. Aðalupptök árinnar eru í Mýrdalsjökli en einnig falla í hana þverár úr Eyjafjallajökli og víðar að. Á vatnasvæði árinnar, sem er um 1200 ferkílómetrar, eru allnokkrar megineldstöðvar. Sandarnir sem Markarfljót rennur um til sjávar og sérstaklega ósar þess eru nefndir Markarfljótsaurar (sbr. aurar).[1]

Áin er um 100 kílómetrar á lengd. Efst rennur hún um Laufaleitir milli malar- og leirhjalla en síðan ofan í allhrikalegt og þröngt gljúfur, Fljótsgil. Þar sem það er þrengst heitir Torfahlaup og eru þjóðsögur um að maður hafi stokkið þar yfir. Þar fyrir neðan falla ýmsar þverár í hana, Hvítmaga frá Tindfjallajökli, Kaldaklofskvísl frá Torfajökli og Innri-Emstruá (Nyrðri-Emstruá) frá Mýrdalsjökli. Síðan fellur fljótið bratt ofan í hrikalegt gljúfur, Markarfljótsgljúfur, sem er nærri 200 metra djúpt og er talið hafa orðið til að mestu í gífurlegu hlaupi fyrir um 2000 árum. Neðst fellur Fremri-Emstruá (Syðri-Emstruá) í fljótið í gili en hún kemur úr Mýrdalsjökli.

Þegar kemur á móts við Þórsmörk fellur áin út á eyrar og byrjar að dreifa úr sér, enda er hún þar orðin að stórfljóti. Áður fyrr flæmdist hún mjög víða um á láglendinu, raunar um mestallan hluta Rangárþings sunnanverðs, braut land og eyddi. Raunar er mestallt láglendið þarna orðið til úr framburði Markarfljóts, bæði Landeyjarnar og sléttlendið undir vestanverðum Eyjafjöllum. Eftir lok ísaldar var mikill fjörður þar sem nú eru Landeyjar en hann fylltist smám saman af framburði fljótsins og hlaupum úr jöklunum. Talið er að við landnám hafi meginfarvegir fljótsins verið sjö en síðustu aldirnar voru þeir fjórir, núverandi farvegur, Álar, Affall og Þverá.

Fyrsti varnargarðurinn var byggður við Seljaland um 1910 en flestir núverandi varnargarða voru gerðir á árabilinu 1930-1950 og hefur með þeim tekist að halda fljótinu í skefjum og verja land og mannvirki fyrir ágangi. Óvíst er þó að garðarnir myndu standast stórt jökulhlaup.

Fljótið var mikill farartálmi fyrr á öldum en fyrsta brúin yfir það var byggð árið 1934 nálægt Litla-Dímon, allnokkru ofar en núverandi brú. Einnig er brú á fljótinu á Emstrum.

Markarfljótsgljúfur
Mánudagur
11:00
0.3°c
3.1 E
Mánudagur
12:00
1.1°c
3.5 E
Mánudagur
13:00
1.7°c
3.8 E
Mánudagur
14:00
2°c
3.7 E
Mánudagur
15:00
2.1°c
3.0 E
Mánudagur
16:00
1.9°c
2.5 E
Mánudagur
17:00
1.2°c
2.3 E
Mánudagur
18:00
-1°c
2.6 E
Mánudagur
19:00
-2.2°c
2.7 E
Mánudagur
20:00
-3°c
2.6 E
Mánudagur
21:00
-3.7°c
2.2 E
Mánudagur
22:00
-4.5°c
2.2 E
Mánudagur
23:00
-5.3°c
2.3 SE
Þriðjudagur
0:00
-5.5°c
2.2 SE
Þriðjudagur
1:00
-5.2°c
2.0 SE
Þriðjudagur
2:00
-4.7°c
2.0 SE
Þriðjudagur
3:00
-4.5°c
1.8 SE
Þriðjudagur
4:00
-4.6°c
1.7 SE
Þriðjudagur
5:00
-4.5°c
1.6 SE
Þriðjudagur
6:00
-4.4°c
1.6 SE
Þriðjudagur
7:00
-4.5°c
1.6 SE
Þriðjudagur
8:00
-4.5°c
1.5 SE
Þriðjudagur
9:00
-3.4°c
1.5 SE
Þriðjudagur
10:00
-2.1°c
1.6 SE
Þriðjudagur
11:00
-0.5°c
1.6 SE
Þriðjudagur
12:00
0.4°c
1.5 SE
Þriðjudagur
13:00
0.9°c
1.3 SE
Þriðjudagur
14:00
1.2°c
1.1 SE
Þriðjudagur
15:00
1.1°c
1.2 E
Þriðjudagur
16:00
0.9°c
1.4 E
Þriðjudagur
17:00
0.4°c
1.5 E
Þriðjudagur
18:00
-0.1°c
1.5 SE
Þriðjudagur
19:00
-0.5°c
1.3 SE
Þriðjudagur
20:00
-0.7°c
1.3 E
Þriðjudagur
21:00
-0.8°c
1.5 E
Þriðjudagur
22:00
-0.9°c
1.7 E
Þriðjudagur
23:00
-0.7°c
1.9 E
Miðvikudagur
0:00
-1.1°c
2.4 NE
Miðvikudagur
1:00
-2°c
2.6 NE
Miðvikudagur
2:00
-2.7°c
2.4 E
Miðvikudagur
3:00
-4.3°c
2.4 E
Miðvikudagur
4:00
-5.1°c
2.3 E
Miðvikudagur
5:00
-5.6°c
2.3 SE
Miðvikudagur
6:00
-6°c
2.4 SE
Miðvikudagur
7:00
-6°c
2.4 E
Miðvikudagur
8:00
-6.1°c
2.3 E
Miðvikudagur
9:00
-5.1°c
1.6 SE
Miðvikudagur
10:00
-3.9°c
1.1 SE
Miðvikudagur
11:00
-2.1°c
1.7 SW
Miðvikudagur
12:00
-0.2°c
2.8 SW
Miðvikudagur
13:00
0.5°c
3.4 W
Miðvikudagur
14:00
0.6°c
4.0 W
Miðvikudagur
15:00
0.2°c
4.1 W
Miðvikudagur
16:00
-0.1°c
3.6 W
Miðvikudagur
17:00
-0.7°c
3.1 W
Miðvikudagur
18:00
-2.1°c
2.7 W
Miðvikudagur
19:00
-2.9°c
2.5 W
Miðvikudagur
20:00
-3°c
2.5 W
Miðvikudagur
21:00
-2.3°c
2.2 W
Miðvikudagur
22:00
-2.7°c
2.0 NW
Miðvikudagur
23:00
-3°c
2.0 NE
Fimmtudagur
0:00
-3.7°c
2.2 E
Fimmtudagur
6:00
-5.4°c
1.0 E
Fimmtudagur
12:00
-2°c
1.4 E
Fimmtudagur
18:00
-3°c
2.9 NE
Föstudagur
0:00
-4.7°c
4.0 NE
Föstudagur
6:00
-6.5°c
1.3 E
Föstudagur
12:00
-3.1°c
4.0 N
Föstudagur
18:00
-3.9°c
1.7 N
Laugardagur
0:00
-6.3°c
1.3 S
Laugardagur
6:00
-7.7°c
1.1 E
Laugardagur
12:00
-2.6°c
1.3 SE
Laugardagur
18:00
-3°c
1.0 S
Sunnudagur
0:00
-6.6°c
1.4 E
Sunnudagur
6:00
-7.9°c
2.2 E
Sunnudagur
12:00
-1.4°c
4.1 E
Sunnudagur
18:00
-1.6°c
4.9 E
Mánudagur
0:00
-6.5°c
2.2 E
Mánudagur
6:00
-5.7°c
1.3 E
Mánudagur
12:00
-0.3°c
1.3 SE
Mánudagur
18:00
-2.7°c
1.0 SE
Þriðjudagur
0:00
-5.5°c
1.6 E
Þriðjudagur
6:00
-7.1°c
1.7 E
Þriðjudagur
12:00
-0.5°c
1.6 E
Þriðjudagur
18:00
-2°c
2.1 E
Miðvikudagur
0:00
-0.4°c
3.3 E
Miðvikudagur
6:00
0.1°c
3.4 E


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur