Sorry, english text is not ready...
Skagafjörður er fjörður á Norðurlandi, milli Tröllaskaga og Skaga. Nafnið er einnig haft um héraðið umhverfis fjörðinn og inn af honum. Þar eru tvö sveitarfélög; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur. Mikill landbúnaður er stundaður í héraðinu og er umfangsmikilútgerð stunduð á Sauðárkróki og Hofsósi.
Á firðinum eru þrjár eyjar, Málmey, Drangey og Lundey. Auk þess er höfði við austurströnd fjarðarins sem heitir Þórðarhöfði.
Héraðsvötn renna til sjávar í tveimur kvíslum sitt hvoru megin við Hegranesið en þau verða til þar sem Austari-Jökulsá og Vestari-Jökulsá, sem báðar eiga upptök sín í Hofsjökli, koma saman neðan við bæinn Tunguháls.
Skagafjörður hefur frá fornu fari skipst í ýmis byggðalög og fóru mörk þeirra ekki alltaf alveg saman við hreppamörk. Langholt skiptist til dæmis milli Staðarhrepps og Seyluhrepps og jarðir sem töldust til Vallhólms voru í þremur hreppum. Sum nafnanna sem hér eru talin eru nú lítið notuð og einstakar sveitir hafa farið í eyði. Á hinn bóginn hafa bæst við þrír þéttbýlisstaðir, Sauðárkrókur, Varmahlíð og Hofsós.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Jón Ingi