Þórsmörk

Ósk
Séð

Sorry, english text is not ready...

Þórsmörk er svæði norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls. Þórsmörk afmarkast af Mýrdalsjökli í austri, Krossá í suðri og Markarfljóti og Þröngá í norðri. Nafn sitt dregur Þórsmörk af germanska guðinum Þór en í Landnámabók segir að Ásbjörn Reyrketilsson hafi numið land í Þórsmörk og helgað landnám sitt Þór. Blaðmosar, burknar og birkitré vaxa þar og er gróðurfarið mjög fjölbreytt. Meginástæða gróðursældar í Þórsmörk er sú að svæðið er náttúrulega varið fyrir búfé af torfærum ám og jöklum. Bændur úr Fljótshlíð og undan Eyjafjöllum ráku fé á Þórsmörk til beitar bæði sumar og vetur og stunduðu þeir einnig skógarhögg á svæðinu. Voru skógar mjög illa farnir af beit á Þórsmörk og nærliggjandi afréttum í byrjun 20 aldar og í kjölfar Kötlugoss 1918 var Þórsmörk beitarfriðuð og falin Skógrækt ríkisins til umsjónar. Árið 1990 stækkaði beitarfriðlandið með samningum Landgræðslu ríkisins við vestur Eyfellinga en þeir höfðu rekið fé á Almenninga. Birkiskógar hafa sáð sér út yfir stór svæði í Þórsmörk við friðunaraðgerðir Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar.

Krossá rennur niður Krossárdal og skilur Þórsmörk frá Goðalandi í mörgum kvíslum. Krossá er jökulá og er því mjög köld og breytir sér oft. Yfirferð getur verið hættuleg og hafa nokkur banaslys orðið í ánni. Brú hefur verið gerð fyrir fótgangendur.

Veðurfarið er gott og hlýtt, betra en gengur og gerist á Suðurlandi vegna hárra fjalla sem umkringja svæðið og vernda það fyrir úrkomuskýjum.

Þórsmörk er mjög vinsæl meðal útivistarfólks og þar er fjöldi gönguleiða. Það er til dæmis mögulegt að ganga á jökulinn, ganga hinn þekkta Laugaveg til Landmannalauga eða þá að ganga í Stakkholtsgjána eða um Fimmvörðuháls til Skóga. Einnig eru ákaflega fjölbreyttar styttri gönguleiðir innan svæðisins og mætti þar sem dæmi nefna göngu í Litla Enda, Stóra Enda eða á Valahnúk eða úr Langadal í Húsadal.

Mynd: Anton Stefánsson

High Iceland

766 Views

Þórsmörk er áhugaverður staður á Íslandi sem vert er að heimsækja.

Þórsmörk
Föstudagur
2:00
-6.4°c
3.3 E
Föstudagur
3:00
-6.4°c
3.4 E
Föstudagur
4:00
-6.3°c
3.2 E
Föstudagur
5:00
-6.3°c
3.0 E
Föstudagur
6:00
-6.3°c
3.0 E
Föstudagur
7:00
-6.5°c
3.0 E
Föstudagur
8:00
-6.3°c
2.8 E
Föstudagur
9:00
-6.7°c
2.7 E
Föstudagur
10:00
-6.7°c
2.6 E
Föstudagur
11:00
-6.6°c
2.6 E
Föstudagur
12:00
-6.1°c
2.6 E
Föstudagur
13:00
-5.9°c
2.5 E
Föstudagur
14:00
-5.9°c
2.2 SE
Föstudagur
15:00
-5.9°c
2.2 SE
Föstudagur
16:00
-6.3°c
2.3 SE
Föstudagur
17:00
-6.7°c
2.3 SE
Föstudagur
18:00
-6.7°c
2.2 SE
Föstudagur
19:00
-6.8°c
2.2 SE
Föstudagur
20:00
-6.8°c
2.1 SE
Föstudagur
21:00
-6.9°c
2.1 SE
Föstudagur
22:00
-7°c
2.1 SE
Föstudagur
23:00
-7.1°c
2.1 SE
Laugardagur
0:00
-7.1°c
2.3 SE
Laugardagur
1:00
-7.1°c
2.4 SE
Laugardagur
2:00
-7.2°c
2.3 SE
Laugardagur
3:00
-7.3°c
2.2 SE
Laugardagur
4:00
-7.4°c
2.2 SE
Laugardagur
5:00
-7.3°c
2.5 SE
Laugardagur
6:00
-7.2°c
2.3 SE
Laugardagur
7:00
-7.3°c
2.4 SE
Laugardagur
8:00
-7.4°c
2.7 SE
Laugardagur
9:00
-7.4°c
2.8 SE
Laugardagur
10:00
-7.4°c
3.3 SE
Laugardagur
11:00
-7.3°c
3.6 SE
Laugardagur
12:00
-6.6°c
3.4 SE
Laugardagur
13:00
-4.8°c
3.9 SE
Laugardagur
14:00
-3.9°c
4.1 SE
Laugardagur
15:00
-3.4°c
4.1 SE
Laugardagur
16:00
-2.6°c
4.5 SE
Laugardagur
17:00
-1.9°c
5.6 SE
Laugardagur
18:00
-1°c
6.1 SE
Laugardagur
19:00
-0.5°c
5.7 SE
Laugardagur
20:00
-0.1°c
6.2 SE
Laugardagur
21:00
0.6°c
6.6 SE
Laugardagur
22:00
1°c
7.4 SE
Laugardagur
23:00
1.3°c
8.1 SE
Sunnudagur
0:00
1.5°c
8.6 SE
Sunnudagur
1:00
1.5°c
9.1 SE
Sunnudagur
2:00
1.7°c
9.5 SE
Sunnudagur
3:00
1.8°c
8.8 SE
Sunnudagur
4:00
1.7°c
8.0 SE
Sunnudagur
5:00
1.9°c
8.0 SE
Sunnudagur
6:00
2°c
8.3 SE
Sunnudagur
7:00
2.1°c
8.1 SE
Sunnudagur
8:00
1.8°c
7.5 SE
Sunnudagur
9:00
2°c
6.1 SE
Sunnudagur
10:00
2.1°c
5.5 SE
Sunnudagur
11:00
2.3°c
5.5 SE
Sunnudagur
12:00
2.5°c
5.5 SE
Sunnudagur
13:00
2.6°c
5.6 SE
Sunnudagur
14:00
2.9°c
5.5 SE
Sunnudagur
15:00
2.9°c
6.1 SE
Sunnudagur
16:00
2.9°c
5.8 SE
Sunnudagur
17:00
2.9°c
5.8 SE
Sunnudagur
18:00
2.8°c
5.7 SE
Mánudagur
0:00
2.8°c
3.0 SE
Mánudagur
6:00
1.7°c
0.3 S
Mánudagur
12:00
2.2°c
1.5 SE
Mánudagur
18:00
2°c
3.2 E
Þriðjudagur
0:00
-0.4°c
0.7 SE
Þriðjudagur
6:00
-4°c
2.2 SE
Þriðjudagur
12:00
-1.6°c
2.8 E
Þriðjudagur
18:00
2°c
6.2 E
Miðvikudagur
0:00
1.5°c
6.9 E
Miðvikudagur
6:00
2.5°c
5.9 E
Miðvikudagur
12:00
1.9°c
1.6 E
Miðvikudagur
18:00
0.3°c
2.3 NE
Fimmtudagur
0:00
1.5°c
7.3 E
Fimmtudagur
6:00
1.5°c
3.1 E
Fimmtudagur
12:00
1.8°c
2.6 S
Fimmtudagur
18:00
1.9°c
1.4 SE
Föstudagur
0:00
2°c
2.7 E
Föstudagur
6:00
2.6°c
7.4 E
Föstudagur
12:00
0.9°c
3.4 S
Föstudagur
18:00
-0.6°c
1.7 SE
Laugardagur
0:00
-1.4°c
1.9 SE
Laugardagur
6:00
-4.5°c
1.2 E
Laugardagur
12:00
-3.6°c
1.1 SE
Laugardagur
18:00
-4.9°c
1.0 SE
Sunnudagur
0:00
-5.1°c
1.5 S
Sunnudagur
6:00
-6.7°c
1.9 SE

Þórsmörk

Þórsmörk er hluti af fjölbreyttri náttúru, menningu og afþreyingu Íslands.

Algengar spurningar

Hvar er Þórsmörk?
Þórsmörk er á Suðurlandi.
Hvers konar náttúrusvæði er Þórsmörk?
Þetta er gróið dal- og fjallasvæði.
Er Þórsmörk vinsæl til gönguferða?
Já, hún er mjög vinsæl meðal göngufólks.
Er Þórsmörk innan verndarsvæðis?
Já, hún er hluti af friðlýstu svæði.
Er aðgengi að Þórsmörk krefjandi?
Já, aðgengi krefst oft sérútbúinna bíla.


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur